fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Mamma Bjarkar bakaði ótrúlega afmælisköku handa henni: „Það vissi enginn um leyndarmálið inni í kökunni nema ég“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 09:40

Þvílíkur afmælisdagur!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin þrettán ára gamla Bjork fagnaði afmæli sínu á laugardaginn og þeim merka viðburði að vera orðin táningur. Móðir hennar, Lynne Lyn, ákvað að koma henni skemmtilega á óvart og baka einstaklega frumlega köku. Lynne nefnilega faldi þrettán þúsund krónur inni í kökunni, eitt þúsund fyrir hvert ár sem Bjork hefur lifað.

Föndraði í pásu í vinnunni

Hér má sjá kökuna fullskreytta.

„Hugmyndin að peningakökunni kom þegar ég sá myndband sem einhver deildi á Facebook. Þannig að ég ákvað að baka eina fyrir táninginn minn þar sem það markar mikil tímamót að vera loksins orðin táningur. Þá sagði ég við sjálfa mig að ég þyrfti að búa til eitthvað einstakt fyrir hana,“ segir Lynne í samtali við matarvef DV.

Lynne límdi peningaseðla inn í plast þannig að plastið umlukti seðlana. Síðan rúllaði hún plastinu með peningunum upp og kom rúllunni fyrir í papparúllu sem hún hafði skorið langsum gat á sem var jafnstórt og breiddin á hverjum plastvasa með pening. Hún þakti papparúlluna síðan í álpappír og þegar að kakan var tilbúin skar hún aðeins úr miðjunni til að koma rúllunni fyrir. Á toppinum skildi hún síðan eftir smá gat fyrir fyrsta peningaseðilinn og festi á þann enda borða svo auðvelt væri að draga peningana upp úr kökunni. Svo skreytti hún kökuna með kremi, en vert er að taka fram að kakan var þriggja laga, eggjalaus súkkulaðikaka.

„Ég byrjaði á því að föndra peningana en ég gerði það þegar ég var í pásu í vinnunni því þetta var auðvitað leyndarmál. Þess vegna gat ég ekki föndrað þetta heima,“ segir Lynne og brosir.

Kom öllum á óvart

Lynne sendi matarvefnum myndband af stundinni þegar Bjork fékk kökuna og uppgötvaði glaðninginn inni í henni. Bjork er ein af fjórum dætrum móður sinnar og segir Lynne að táningurinn hafi verið himinlifandi með uppátækið.

„Hún var svo hamingjusöm, full undrunar og þetta kom henni rækilega á óvart. Raunar kom þetta öllum á óvart í veislunni – jafnvel eiginmanni mínum. Það vissi enginn um leyndarmálið inni í kökunni nema ég. Þannig að allir klöppuðu og voru steinhissa,“ segir Lynne.

Hún segist elska að baka, þó hún geri það ekki oft, og bætir við að það hafi verið ótrúlega einfalt að búa til þessa eftirminnilegu köku.

„Ég trúi því ekki sjálf hvað þetta gekk vel. Þegar ég baka reyni ég að gera eitthvað sérstakt og yfirleitt er erfiðast að búa til blóm úr kremi. En það var miklu auðveldara að búa til peningakökuna. Ég er að hugsa um að gera aðra slíka í nánustu framtíð.“

Sjáið þessa snilldar köku og viðbrögð afmælisbarnsins hér fyrir neðan:

[videopress dKhbXX0o]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa