fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Hér geturðu keypt dýrasta Big Mac í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 09:40

Stóri Mac er vinsæll borgari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Big Mac-vísitalan hefur verið birt í The Economist síðan árið 1986, en hún var smíðuð til að fylgjast á einfaldan hátt með vexti hagkerfis heimsins. The Economist birti nýverið nýja Big Mac-vísitölu, en verð á borgaranum vinsæla á McDonald‘s voru könnuð um heim allan í júlí á þessu ári. Í vísitölunni er verð miðað við bandaríska dollarann en vísitalan reynir að svara því hvort gjaldmiðlar séu rétt skráðir miðað við kaupmátt.

Ástæðan fyrir því að verð er kannað á Big Mac er út af því að McDonald‘s er stærsta skyndibitakeðja heims og Big Mac þeirra vinsælasti borgari. Einnig er borgarinn til í nánast hverju landi þar sem McDonald‘s er og er sams konar frá landi til lands. Reiknað er meðalverð á þessum vinsæla rétti í hverju landi fyrir sig.

Hér má sjá þá dýrustu.

Samkvæmt vísitölunni er dýrasti Big Mac í heimi fáanlegur í Sviss. Þar kostar hann 6.54 dollara, eða rétt rúmlega átta hundruð krónur. Í öðru sæti er Svíþjóð þar sem borgarinn er á 5.83 dollara og í því þriðja eru Bandaríkin þar sem borgarinn er seldur á 5.51 dollara stykkið, tæplega sjö hundruð krónur.

Önnur lönd á topp tíu listanum yfir dýrustu borgarana eru Noregur, Kanada, Danmörk og Ísrael svo dæmi séu tekin.

Ef við lítum hins vegar á ódýrasta Big Mac-borgarann þá er hann að finna í Egyptalandi. Þar kostar hann 1.75 dollara, rúmlega tvö hundruð krónur. Þá er borgarinn á 1.91 dollara í Úkraínu, 2.09 dollara í Rússlandi og 2.1 dollara í Malasíu.

Og hér eru ódýrustu borgararnir.

Hægt er að sjá vísitöluna í heild sinni með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa