fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Ice-T hefur aldrei borðað þennan vinsæla mat og aðdáendur eru í áfalli

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 23:00

Ætli hann drekki bara íste?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn og leikarinn Ice-T, sem heitir réttu nafni Tracy Lauren Marrow, varpaði sprengju inn í Twitter-samfélagið fyrir stuttu. Einn aðdáandi hans spurði af hverju karakterinn hans í Law & Order: Special Victims Unit, Odafin „Fin“ Tutuola hefði borðað beyglu með kanil og rúsínum í þáttunum, enda sú tegund af beyglum oftast talin síðst af beyglum almennt.

Ice-T svaraði um hæl og opinberaði það að hann hefði aldrei á ævinni borðað beyglu.

Aðdáendur fengu áfall, svo vægt sé til orða tekið og skildu hvorki upp né niður í þessu svari þar sem Fin hafði oft borðað beyglu.

Auðvitað var Ice-T með svör á reiðum höndum við því, enda sjónvarp ekki það sama og raunveruleiki.

Þetta svar hans var fljótt að ferðast um Twitter sem varð til þess að rapparinn þurfti að biðja fólk um að sýna sillingu. Síðan gerði hann sér lítið fyrir og varpaði annarri sprengju. Hann opinberaði það í næsta tísti að hann hefði aldrei drukkið kaffi.

Og auðvitað þurfti einn aðdáandi að bjóða uppá þessa skrýtlu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa