fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Hún sagði nafn á samloku vera karlrembulegt – viðbrögðin komu á óvart: „Virkilega ömurlegt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 21. október 2018 14:00

Misrétti eða bara matur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plötusnúðurinn og útvarpskonan Amy Lamé tók eftir samloku í versluninni Waitrose í London sem lét hana staldra við. Samlokan hét The Gentleman’s Smoked Chicken Caesar Roll, eða reykt sesarkjúklingarúlla herramannsins.

Amy birti mynd af samlokunni á Twitter og sagðist ekki hafa vitað að samlokur væru kynjaskiptar.

„Ég er kvenkyns en sem betur fer leyfði Waitrose mér að kaupa þessa,“ skrifaði Amy á léttúðlegan hátt. Viðbrögðin komu eilítið á óvart og fannst einum tístara lítið til skrifa Amys koma.

„Ég er viss um að þú keyptir ekki einu sinni vöruna. Bjóst bara til þessar aðstæður til að vekja upp deilur. Virkilega ömurlegt! Hvað um Pink Lady-epli eða Lady Fingers-kex? Einmitt, það er öllum sama. Þetta er matur en ekki verið að vega að mannréttindum okkar,“ skrifar hann.

Raunar voru fáir sem hoppuðu á misréttisvagninn hennar Amy. Flestir voru sammála um að þetta væru einungis nöfn á matvælum – ekki misrétti.

„Í alvöru? Við höfum um svo miklu mikilvægari mál að hugsa,“ tísti einn.

Hins vegar voru einhverjir á því að þetta væri óheppilegt nafn. Samt sem áður sendu forsvarsmenn Waitrose frá sér tilkynningu í vikunni þar sem kom fram að nafninu á fyrrnefndri samloku yrði breytt. Nýja nafnið var ekki gefið upp í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa