fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Loftslagsbreytingar gætu tvöfaldað verðið á bjór

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 08:20

Sumum finnst bjórinn góður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem heitir Decreases in global beer supply due to extreme drought and heat, eða Hnignun bjórbirgða á heimsvísu vegna mikilla þurrka og hita, var birt í síðustu viku í tímaritinu Nature Plants. Í niðurstöðunum kemur fram að þó að það séu langt því frá alvarlegustu áhrifin af loftslagsbreytingum, þá gætu ýktar sviptingar í veðurfari ógnað bjórframleiðslu.

Teymi rannsakenda í Kína, Bretlandi og Bandaríkjunum kannaði áhrif samfelldra þurrka og hlýrra loftslags á byggframleiðslu og komust að þeirri niðurstöður að miklar breytingar í veðurfari gætu haft þær afleiðingar að bygguppskera myndi dragast talsvert saman á heimsvísu. Telja rannsakendur að uppskeran gæti dregist saman um allt að sautján prósent, en eins og flestir vita er bygg eitt af aðalhráefnunum í bjór.

Rannsakendur komust einnig að því að ef miklar sviptingar yrðu í veðurfari í framtíðinni myndi neysla á bjór á heimsvísu dragast saman um sextán prósent og að verð á bjór myndi tvöfaldast að meðaltali.

Steven J. Davis, einn rannsakendanna, tekur sem dæmi að kippa af bjór í Bandaríkjunum gæti farið frá því að kosta einn dollara, eða um 120 krónur, yfir í að kosta átta dollara, tæplega þúsund krónur. Þá telur hann einnig að ef ske kynni að loftslagsbreytingar myndu valda ýktum sveiflum í veðurfari að verð á bjór myndi hækka mest á Írlandi, í Kanada, Póllandi og á Ítalíu.

Bruggarasamband Bandaríkjanna vill hins vegar undirstrika að rannsóknin sé fyrst og fremst fræðileg æfing í líkindareikningi en ekki eitthvað sem bjórframleiðendur og -unnendur ættu að missa svefn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa