fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Hún missti eiginmann og son en er nú grilldrottning í Texas

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 12:00

Tootsie er geysivinsæll grillari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk keyrir þvert yfir Bandaríkin til að snæða grillmat á laugardögum í bænum Lexington í Texas, nánar tiltekið á veitingastaðnum Snow’s BBQ. Ástæðan fyrir því er að hin 83ja ára gamla Tootsie Tomanetz stendur vaktina við grillið, en meðal Texas-búa er hún þekkt sem besti grillari í fylkinu og þó víðar væri leitað.

Tootsie hefur unnið við grill í næstum því hálfa öld en það var tilviljun ein að hún fann sig í þeim bransa. Fyrir fimmtíu árum var hún að hjálpa eiginmanni sínum í kjötbúð sem hann rak og hljóp í skarðið fyrir kokkinn þegar hann var frá einn daginn.

„Þeir sögðu: Komdu aftur á morgun, komdu aftur í næstu viku,“ segir hún í samtali við sjónvarpsstöðina NBC. Loks fór það þannig að Tootsie vann í kjötbúðinni í áratug.

„Salt og pipar, ást og umhyggja“

Eins og áður segir stendur hún vaktina við grillið á Snow’s BBQ á hverjum laugardegi og hefur tímaritið Texas Monthly kosið grillveisluna hennar þá bestu í Texas. Og þó Tootsie sé komin á níræðisaldur vílar hún ekki fyrir sér að moka kolin í grillin, hræra í risastórum sósupottum og standa yfir sjóðandi heitu grilli á milli þess sem hún stillir sér upp í myndatökum með aðdáendum. Tootsie er í raun svo vinsæl að Kerry Bexley, eigandi Snow’s BBQ, segir að hann hefði aldrei opnað veitingastaðinn ef Tootsie hefði ekki samþykkt að vinna fyrir hann.

En hvað ætli sé leynihráefni grilldrottningarinnar?

„Salt og pipar, ást og umhyggja,“ segir hún og bætir við. „Það er engin leyniuppskrift. Ég er bara ekki með neina uppskrift.“

Sneri aftur til vinnu stuttu eftir áföll

Tootsie hefur aldrei notað hitamæla við grillið og segist bara vita hvenær kolin séu nógu heit til að skella kjöti á grillið.

Lífið hefur hins vegar ekki alltaf leikið við Tootsie. Hún missti eiginmann sinn, White, úr heilablóðfalli fyrir þremur árum og nokkrum mánuðum síðar missti hún son sinn, Hershey, úr krabbameini í heila. Hún sneri aftur til vinnu stuttu eftir þessi áföll, staðráðin í að einbeita sér að grillferlinum.

Tootsie fékk inngöngu í frægðarhöll grillara í síðasta mánuði en hún segir allar viðurkenningar og verðlaun vera aukaatriði.

„Ég grilla því ég nýt þess. Ég elda ekki til að vera fræg. Ég hef gaman að því að vinna. Ég er glöð þegar ég geri fólk hamingjusamt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa