fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Eitt epli á dag bætir kynlíf kvenna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 08:30

Konur - þetta verðið þið að lesa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur lækna í Trento á Ítalíu birti nýlega niðurstöður rannsóknar í læknatímaritinu Archives of Gynecology and Obstetrics. Í rannsókninni var fylgst með rúmlega 730 heilbrigðum, ítölskum konum sem stunduðu kynlíf reglulega.

Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni voru á aldrinum 18 til 43 ára. Hver kona svaraði sérstökum spurningalista sem er hannaður til að meta kynlíf viðkomandi, til dæmis fullnægingar, hvort kona finni fyrir sársauka í kynlífi, ánægju með kynlíf og kynferðislega örvun. Þá sögðu konurnar læknunum einnig frá því hve oft þær borðuð epli og almennt um matarvenjur sínar.

Konunum var síðan skipt í tvo hópa, út frá því hve oft þær borðuðu epli. Annar hópurinn borðaði að minnsta kosti eitt epli á dag á meðan hinn borðaði ekki epli reglulega.

Samkvæmt niðurstöðum læknanna lifðu þær konur sem borðuðu að minnsta kosti eitt epli á dag betra kynlífi en konurnar í hinum hópnum. Þá kemur einnig fram að epli séu full af andoxunarefnum og pólýfenóli sem geta dregið úr bólgum og bæti blóðrásina. Því halda læknarnir því fram að epli geti talist sem frygðarlyf fyrir konur, líkt og áður hefur verið haldið fram um til dæmis ostrur, rauðvín og súkkulaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa