fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

„Djöfull er þetta leiðinlegt“

Grínþáttaröðin Borgarstjórinn á Stöð 2 fer hægt af stað

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 18. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Djöfull er þetta leiðinlegt“ hrópaði sautján ára sessunautur minn, stóð upp úr sófanum og flúði inn í herbergi. Fyrsti þátturinn af Borgarstjóranum, nýrri pólitískri grínþáttaröð með Jóni Gnarr í aðalhlutverki, var ekki einu sinni hálfnaður.

Já, það verður að viðurkennast að þetta flaggskip haustdagskrár Stöðvar 2 var engin flugeldasýning og ólíklegt til að hífa upp áskriftartölur hjá 365 – nema næsti þáttur verði þeim mun kraftmeiri.

Hugmyndin er frábær. Íslenskri stjórnmálamenningu með öllum sínum hrossakaupum, undirferli og vitleysisgangi hafa aldrei verið gerð skil í leikinni, pólitískri satíru á borð við The Thick of it eða Veep. Og hver gæti verið betri en Jón Gnarr til að gefa okkur slíka háðska innsýn í stjórnmálin? Maðurinn sem kom með grín inn í íslensk stjórnmál kemur með stjórnmálin inn í íslenskt grín.

Okkur er kastað inn í Ráðhús Reykjavíkur þar sem við fylgjum eftir borgarstjóranum í hversdagslegum verkefnum vinnudagsins: fundahöldum, baktjaldamakki og opinberum heimsóknum. Borgarstjórinn birtist manni sem hallærislegur og vitgrannur framapotari – vel æfður í að þvaðra innihaldslausa þvælu sem hljómar eins merkingarþrungin afstaða. Frá byrjun er þó ljóst að algjör skortur hans á næmni, skynsemi og stjórnunarhæfileikum mun koma honum í einhver ævintýraleg vandræði. Við hlið hans og á bak við tjöldin stendur siðlausi aðstoðarmaðurinn og pólitíski plottarinn, leikinn af Pétri Jóhanni.

Þátturinn hefst ekki með hvelli heldur er byrjað að leggja línurnar fyrir atburðarás seríunnar. Það er augljóst að fordómafull karlremba borgarstjórans í samskiptum við félag kvenna af erlendum uppruna og ömurleg tækling aðstoðarmannsins á vandræðum á skrifstofunni mun koma í bakið á tvíeykinu síðar í þáttaröðinni.

En ég er bara ekki viss um að ég nenni að bíða. Vandamál þessa fyrsta þáttar Borgarstjórans var nefnilega algjört kraftleysið, í handritinu, leiknum og allri framsetningu. Vissulega er taktur þáttanna meðvitað hægur – kvikmyndatakan og hljóðmyndin minnir helst á huggulegan „feel-good“ fjölskylduþátt (kannski á það að undirstrika smábæjarstemninguna í Reykjavík) – og eflaust er Borgarstjórinn fyrst og fremst hugsaður sem „long-form“ sjónvarpsþáttaröð ætluð til maraþonáhorfs.

En það þarf samt eitthvað að grípa mann og hvetja til að bíða eftir næsta þætti. Þarna var hins vegar engin spenna, ekkert hreyfiafl, enginn skriðþungi og enginn „cliff-hanger“. Ég hló aldrei (nefgigglaði kannski tvisvar) og tengdi lítið við karakterana.

En hver veit? Kannski lagast þetta. Ég hef enn trú á Jóni og mun gefa Borgarstjóranum annan séns, en svo er ég líka opinn fyrir þeirri kenningu að Jón Gnarr sé bara að stríða okkur með því að gera grínþátt sem er jafn leiðinlegur og hin teknókratísku og hugmyndafræðilausu stjórnmál sem fara fram á landinu um þessar mundir.

Könnun: Hvernig fannst þér Borgarstjórinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“