fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Clooney brást ekki

Leikarar geta ekki horfið af skjánum eins og ekkert sé

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 27. október 2016 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er lágmarkskrafa að leikarar sem leika sömu sjónvarpspersónuna nokkur ár í röð skilji við hana á sómasamlegan hátt. Mikill misbrestur er á þessu. Fremur nýlegt dæmi er Dan Stevens sem lék Matthew í Downton Abbey. Hann var farinn að þrá að gera eitthvað annað og sagði skilið við þættina með þeim afleiðingum að persóna hans dó í hörmulegu bílslysi. Eftir það hef ég nokkrum sinnum séð Dan Stevens bregða fyrir í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og sendi honum ætíð kuldalegt augnaráð. Hann hefði vel getað leikið í Downton í nokkur misseri enn í staðinn fyrir að gera eiginkonu sína Mary að ekkju og nýfæddan son sinn föðurlausan. En hann kaus að sýna ábyrgðarleysi.

Aðalpersónur sem náðu ekki saman.
Staupasteinn Aðalpersónur sem náðu ekki saman.

Matthew dó.
Dan Stevens Matthew dó.

Ég hef aldrei getað horft á endursýningar á Staupasteini (Cheers) jafn skemmtilegir og þeir þættir voru. Shelley Long, sem lék Díönu, þráði að verða kvikmyndastjarna og hætti í þáttunum. Hún sló reyndar aldrei eftirminnilega í gegn á hvíta tjaldinu, þannig að hún hefði betur haldið sig við þættina. Aðalpersónurnar Díana og Sam náðu aldrei saman og þar er Long um að kenna. Hún sveik aðdáendur þáttanna mjög illilega og það er enn munað.

Eins og kunnugt er þá er George Clooney einstakur maður, fallegur, gáfaður, góður og skemmtilegur. Hann skildi við Bráðavaktina (ER) með sóma en þar lék hann barnalækninn Ross. Clooney gerði þá kröfu áður en hann hætti í þáttunum að Ross og hjúkrunarkonan Carol næðu saman. Með þessu sýndi hann ábyrgð og festu og brást ekki aðdáendum sínum, ólíkt mörgum öðrum leikurum sem láta sér á sama standa um örlög sjónvarpspersóna sinna. Mikill sómamaður hann Clooney minn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“