fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Andstaða landsmanna við sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum eykst á milli ára

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Um 32% Íslendinga eru hlynnt því að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum en meirihluti, eða slétt 58% eru því andvíg. Andstaða við sölu léttvíns í matvöruverslunum hefur aukist frá því í byrjun febrúar 2016 þegar hátt í 35% voru því hlynnt og um 52% andvíg. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem birt er í dag, en niðurstöðurnar eru sambærilegar þeim sem komu fram í nýlegri könnun MMR.

Lítið fleiri eru hlynntir sölu bjórs í matvöruverslunum, eða á bilinu 33%-34%, en meirihluti er einnig andvígur hér eða rúmlega 56%. Andstaðan hefur einnig aukist hér, því í byrjun febrúar 2016 voru rösklega á bilinu 37%-38% hlynnt sölu bjórs í matvöruverslunum og á milli 50%-51% andvíg.

Yfirgnæfandi meirihluti almennings er andvígur sölu sterks áfengis í matvöruverslunum eða hátt í 74% svarenda. Þegar niðurstöður eru skoðaðar úr öllum spurningunum þremur kemur í ljós að rúmlega 66,3% eru ekki hlynntir, þeir sem eru andvígir eða í meðallagi, sölu á neinu áfengi í matvöruverslunum.

Yngra fólk er jákvæðara í garð áfengissölu í matvöruverslunum en þeir sem eldri eru, íbúar Reykjavíkur og Norðurlands eru nokkuð jákvæðari en íbúar annarra landshluta en andstaðan er mest á Vesturlandi og Vestfjörðum. Einhleypir eru að sama skapi mun jákvæðari í gerð sölu áfengis í matvöruverslunum en gift fólk. Þegar litið er til stjórnmálaskoðana þá eru kjósendur Bjartrar framtíðar og Pírata jákvæðastir, en kjósendur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar neikvæðastir.

Könnunin var gerð dagana 21.-27. febrúar 2017, spurðir voru 845 einstaklingar á aldrinum 18 til 75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við