fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Milljónamenn ósammála um Kjararáð: Laun 63 þingmanna valda ekki slíkum straumhvörfum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég trúi því ekki að laun 63 einstaklinga valdi slíkum straumhvörfum á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Reykjavík síðdegis í gær. Ákörðun Kjararáðs var til umfjöllunar en Gylfi Arnbjörnsson sagði í síðustu viku í samtali við Vísi að forsendubrestur væri augljós og forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands væru í hættu. Það gæti farið þannig að samningar myndu opnast um mánaðamótin. Nefndi Gylfi m.a. laun alþingismanna í þessu samhengi.

Heildarsamtök launþega og atvinnurekanda hafa krafist þess að Alþingi hafni hækkun launa en þingmenn fengu launahækkun upp á 45 prósent á kjördag eða um 350 þúsund krónur. Síðan þá hefur forsætisnefnd lækkað starfskostnað þingmanna um 150 þúsund krónur sem eru hluti af aukagreiðslum sem þingmenn fá fyrir vinnu sína. Launin sjálf sem kjararáð hækkaði hafa því strangt til tekið ekki lækkað. Jón Þór Ólafsson telur líkt og forkólfar verkalýðsfélaga að hækkunin geti raskað kjarasamningum og lagði fram frumvarp um breytingar á lögum sem hefði gert það að verkum að kjararáð hefði þurft að taka nýja ákvörðun. Ekki var mikill áhugi fyrir slíku í þinginu.

Sigurður Ingi var spurður af hverju hann vildi ekki fara að dæmi Pírata í Reykjavík síðdegis í gær. Sagði Sigurður Ingi að allir formenn hefðu fjallað um málið, það væri vont að hækka gríðarlega í einu skrefi ákveðna hópa.

Ég legg áherslu á að valið sem við stóðum frammi fyrir var að fella alla þrjá úrskurðina úr gildi en við höfum hins vegar ekki yfir dómsvaldinu að segja. Þeir hafa áður farið í mál þegar þingið er að blanda sér í þetta og unnið það.

Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR.

Niðurstaðan var að lækka ekki launin, heldur starfskjör þingmanna sem nemur um 150 þúsund krónur í gegnum forsætisnefnd þingsins en ekki hreyfa við úrskurðinum. Allir formenn flokka hefðu verið sammála þessu. Þingmenn eru því með í laun 1.101.194 þúsund. Ofan á það bætist starfskostnaður upp á 40 þúsund og ferðakostnaður 30 þúsund. Auk þess eiga þingmenn rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað á milli heimilis og Alþingis ef þeir eru á eigin bifreið, bílaleigubíl eða notast við strætó. Þingmaður fær styrk til að kaupa síma allt að 40 þúsund og greiða ekki símreikning svo fátt eitt sé nefnt þegar kemur að kjörum þingmanna.

Sigurður Ingi er svo með 550 þúsund til viðbótar í laun frá Alþingi þar sem hann er formaður síns flokks. Hann getur svo sótt um húsnæðis og dvalarkostnað að upphæð 134.041 þar sem hann er skráður til heimilis utan höfuðborgarsvæðisins. Sigurður er því með tæplega tvær milljónir í laun. Sigurður Ingi sagði í Reykjavík síðdegis:

Spyrja má sig hvort þessir þingmenn einir valdi því að hér sé óstöðugleiki á kjaramarkaði. Ég bendi á það að þeir hafa þó lækkað laun sín um 150 þúsund. Og talandi til dæmis um verkalýðsforystuna sem er í sumum tilvikum á talsvert hærri launum heldur en þingmenn. Ég hef ekki séð að þeir hafi tekið það sérstaklega fyrir að þeirra einstaklingskjör séu of há svo dæmi sé tekið.

Gylfi Arnbjörnsson

Þegar laun þeirra sem berjast fyrir hækkun alþýðunnar eru skoðuð kemur í ljós, líkt og Sigurður bendir á, að verkalýðsforkólfar eru engir eftirbátar Alþingismanna. Það fólk sem fordæmir hækkun á launum Alþingismanna eru engir eftirbátar þeirra.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ með 1.246 á mánuði. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR hækkuðu um 45% á síðasti ári og fékk hún 1.407 þúsund á mánuði samkvæmt mbl.is. Svo það fólk sem tekst á um launahækkanir, kjör alþýðunar og kjarasamninga er með allt að tvær milljónir á mánuði.

Þegar það var borið undir Sigurð Inga að stéttarfélög hefðu þrátt fyrir lækkun skorað á þingmenn að vina ofan af launahækkunum svaraði hann:

Ég trúi því ekki að laun sextíu og þriggja einstaklinga sem hafa lækkað laun sín um 150 þúsund sem gerir það að verkum að hækkunin sé í samræmi prósentulega við þessar breytingar sem annars hefði komið frá Kjararáði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við