Hvað segja bæjarfulltrúar? enn einu sinni hefur verið lagt fram á Alþingi áfengisfrumvarp, sem gerir ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í verslunum. Reykjanes leitaði til nokkurra bæjarfulltrúa sveitarfélaganna og spurði: Hver er þín afstaða til frumvarpsins?
Vilhjálmur Árnason: Áfengisfrumvarið er prinsippmál
Enn einu sinni hefur áfengisfrumvarpið verið lagt fram á alþingi. Eins og áður snýst tillagan um það að leyfa sölu áfengis í verslunum. reykjanes leitaði til þingmanna okkar á Suðurnesjum og spurði hvort þeir væru fylgjandi að heimila sölu áfengis í verslunum.
Í mínum huga er áfengisfrumvarpið prinsippmál. Í sinni einföldustu mynd snýr ágreiningurinn aðallega að því hvort fari betur saman forvarnir og frelsi annars vegar eða forvarnir og forræðishyggja hins vegar.
Ég lít á málið með eftirfarandi hætti: gangi frumvarpið eftir dregur það úr verkefnum ríkisins enda ekki í verkahring þess að halda úti verslunarstarfsemi af neinum toga. Þannig mun það gefa ríkisvaldinu aukið svigrúm til að verja fjármunum í grunnþjónustu annars vegar og forvarnir hins vegar. En gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að hlutfall áfengisgjalds sem rennur í lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. En þess ber að geta að áfengisgjaldið mun áfram renna í óbreyttri mynd til ríkissjóðs, hvort sem Vínbúðin eða einkaaðili fær selja áfengi, sem er eins og allir vita lögleg neysluvara.
Enn fremur er mikilvægt að benda á að frumvarpinu hefur verið breytt í þá veru, að áfengið þarf að vera enn afmarkaðra í verslunum en upphaflega var gert ráð fyrir. Sölufyrirkomulagið verður þá líkara því sem það er í Vínbúðunum í dag eða svokallað „búð í búð“ fyrirkomulag, sem lýsir sér þannig að það er eins konar búð inni í búðinni. Eini munurinn er þá rekstraraðilinn sem yrði einkaaðili í stað ríkisins. Verð hefur mestu áhrifin á aðgengi, þ.e.a.s. lægra verð hefur meiri áhrif á neyslu en fjölgun útsölustaða. Þannig er hægt að segja að verð sé stærsti áhrifavaldurinn þegar kemur að neyslu áfengis. Þetta kemur skýrt fram í skýrslum frá alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO).
Aðgengi er mjög fjölþætt hugtak í tengslum við sölu áfengis. Eins og ég sagði áðan er verðlag aðal áhrifaþátturinn í neyslu. Því næst er svokölluð skuggasala, sem er til að mynda í formi áfengissölu á svörtum markaði en hún fer aðallega fram í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook. Þá eru þættir sbr. rannsóknir eins og fjöldi útsölustaða, opnunartími, aldurstakmark o.fl. þættir sem hafa áhrif.
Nái áfengisfrumvarpið fram að ganga munu ríki og sveitarfélög stýra öllum þessum þáttum í gegnum lög, reglugerðir og skipulag. Frumvarpið er aðlagað að öllum þessum þáttum og því auðvelt að standa með prinsippinu og styðja að það fái þinglega meðferð.
Ásmundur Friðriksson: Ég segi nei við áfengisfrumvarpinu
Enn einu sinni hefur áfengisfrumvarpið verið lagt fram á alþingi. Eins og áður snýst tillagan um það að leyfa sölu áfengis í verslunum. reykjanes leitaði til þingmanna okkar á Suðurnesjum og spurði hvort þeir væru fylgjandi að heimila sölu áfengis í verslunum.
Í dag er aðgengi að áfengi með þeim hætti að ég heyri engan tala m að það sé einhverjum erfiðleikum háð að nálgast áfengi í verslum Vínbúðanna eða á veitingastöðum sem opnir eru stóran hluta sólahringsins. aukið og auðveldara aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum eykur neysluna eins og rannsóknir hafa bent á. læknar, heilbrigðisstarfsfólk og þeir sem vinna að lýðheilsumálum mæla eindregið gegn auknu aðgengi að áfengi. Þeir sem búa við áfengisfíkn eiga erfitt með að standast freistinguna þegar aðgengi hefur verið aukið, rannsóknir staðfesta það. af hverju eigum við að auka aðgengi þegar enginn er að kvarta yfir aðgengi að brennivíni í dag. Ég segi nEI við áfengisfrumvarpinu.
Oddný G. Harðardóttir: Styð ekki áfengisfrumvarpið
Ég mun ekki styðja áfengisfrumvarpið og fyrir því eru þessar ástæður helstar:
Áfengi er ekki eins og hver önnur matvara. Skaðsemi áfengis er vel þekkt og þó að það sé ekki nema bara vegna þess á aðeins að selja áfengi í sérverslunum.
Aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu. nú gætu þeir sem eru ósammála mér sagt að aukningin sé nú ekki svo mikil. Þá er því til að svara að hvert prósentustig sem bætist við í aukinni neyslu áfengis vegur enn þyngra og veldur enn meiri skaða en prósentustigið þar fyrir neðan. Þarna geta til dæmis legið mörkin á milli hóflegrar neyslu og of mikillar neyslu.
Aukin neysla áfengis veldur heilsuskaða. alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur það svo að áfengisneysla sé meðal sterkustu áhættuþátta lýðheilsu. Kostnaður vegna neyslu áfengis kemur fram í samfélaginu; í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og dómskerfinu, tryggingakerfinu og í atvinnulífinu. Ef þingmönnum er alvara með því að styðja frumvarpið þurfa þau líka að segja hvaðan á að taka peningana til að mæta þeim kostnaði.
Aukin neysla eykur vanlíðan afkomenda og aðstandenda þess sem neytir áfengis í óhófi. Ef stjórnvöld taka ákvarðanir sem leiða til aukinnar neyslu áfengis mun vanlíðan til dæmis barna og ungmenna þessa lands aukast. Það er meðal þeirra aukaverkana sem frumvarpið hefði í för með sér verði það að lögum.
Ef áfengi er í sérverslunum er það sérstök ákvörðun að ganga inn í áfengisverslunina og kaupa áfengi en ekki hugdetta svona um leið og gengið er fram hjá áfengisrekkanum í matvörubúðinni.
Forvarnarstarf Íslendinga í áfengismálum hefur vakið alþjóðlega athygli. Það starf byggir meðal annars á því hvernig við höfum takmarkað aðgang og þannig vil ég hafa það áfram hér á landi.
Björn Sæbjörnsson: Hætta á aukinni drykkju
Ég er andvígur því að áfengi verði selt í verslunum. Ég tel að ef frumvarpið nær í gegn skapist hætta á aukinni drykkju unglinga með auðveldara aðgengi. Ég tel einnig að þeir sem veikir eru fyrir muni fekar lúta í lægra haldi fyrir freistingunni sem skapast. Ég tel að núverandi fyrirkomulag sé gott og enginn ástæða til að breyta því.
Kristín María Birgisdóttir: Ég er andvíg því að breyta
Ég er andvíg því að breyta áfengislöggjöfinni með þeim hætti sem lagt er til í nýju frumvarpi.Hvað sem fólki kann að finnast um áfengi og neyslu þess þá er áfengisneysla eitt mesta lýðheilsuvandamál vestrænna ríkja, aðeins reykingar eru verri. Fyrir mér er það ekki prinsipp að ríkið hætti sölunni. Væri áfengi að koma á markað í dag væri það líklega flokkað með öðrum vímuefnum og sennilega lagt blátt bann við sölu þess. Við eigum að hugsa lengra en aðrar þjóðir og frekar að vera fyrirmynd annarra í þessum efnum. Við eigum líka að hugsa til okkar veikustu bræðra og systra sem glíma við þann banvæna sjúkdóm sem alkóhólisminn er. Margir há harða baráttu til að halda sig frá áfenginu. Ætlum við auk þess að gera ferð í matvörubúðirnar að áskorun fyrir þá sem eru veikir? Við eigum að leggja áherslu á að draga úr áfengisneyslu og halda áfram forvörnum. Þær eru að skila sér og unglingadrykkja hefur verulega dregist saman undanfarin ár. Þetta skiptir höfuðmáli. Mun meira máli en hversu þægilegt aðgengið að þessu vímuefni er.
Ólafur Þór Ólafsson: Önnur og meira aðkallandi verkefni
Mér finnst nú nokkuð sérstakt að eitt að fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar sé að gera enn eina tilraunina til að koma áfengi í matvöruverslanir. Það eru önnur og meira aðkallandi verkefni í íslensku samfélagi sem mætti setja á oddinn eins og t.d. uppbygging innviða. Hvað varðar smásölu áfengis þá hefur mér fundist þau mál hafa verið í ágætis farvegi hér á landi og sé ekki þörfina á því að breyta því fyrirkomulagi sem nú er. Þá þykir mér ástæða til að taka mark á ábendingum málsmetandi aðila eins og t.d. landlæknis sem hefur varað við aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar áfengisneyslu, auki tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála og stórauki samfélagslegan kostnað. Ég held því að kröftum löggjafans væri betur varið í að ræða önnur mál en frjálsa sölu áfengis.
Jónína Hólm: Ég er á móti
Ég er á móti áfengisfrumvarpinu, tel það ekki verða landanum til gæfu. almenningur er upplýstur um skaðsemi vímuefna og þann þunga sem heilbrigðiskerfið verður fyrir af völdum þess. Fyrir liggja nokkrar úttektir á sölu tóbaks til ungmenna undir 18 ára aldri og eru of margir söluaðilar sem ekki fara að lögum. Er hægt að treysta því að afgreiðslufólk matvöruverslana, fólks 20 ára og eldri, fari að lögum?
Jónína Magnúsdóttir: Ég segi nei
Sannfæring mín um framfaraspor í íslensku samfélagi er lítil þegar kemur að frumvarpinu. Einkum vegna þess að bent hefur verið á af fagfólki heilbrigðis- og félagsmála og í rannsóknum að aukið aðgengi leiði til aukinnar drykkju bæði meðal fullorðinna og barna. Mér finnst mikilvægt að í öllum ákvörðunum sé tekið tillit til barna og ungmenna. Því vegur það þyngst þegar ég segi nei við áfengisfrumvarpinu.
Silja dögg Gunnarsdóttir: Samþykki ekki frumvarpið
Ég mun ekki samþykkja frumvarpið. Ég tel að rök landlæknis eigi að vega þyngra en rök hagsmunaaðila verslunarinnar, sem vilja endilega fá áfengið inn í verslanir. Þau sjónarmið byggjast eingöngu á gróðavon, ekki umhyggju fyrir samfélaginu. rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi og aukinn sýnileiki auki neysluna með tilheyrandi heilsufarslegum afleiðingum og þá auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Ég skil hins vegar vel þau sjónarmið að sumir telji að verslun eigi ekki að vera á höndum ríkisins og get að sumu leyti tekið undir þau. En þessi leið sem lögð er til í frumvarpinu, þ.e. að færa áfengi inn í matvöruverslanir og að leyfa áfengisauglýsingar, er algerlega glórulaust að mínu mati.
Árni Sigfússon: Ekkert til fyrirstöðu að einkasala sé afnumin
Álitamálin sem ég hef horft á tengjast því að heilbrigðisstarfsfólk bendir á að með auknu áfengismagni í umferð eykst áfengisvandinn – á móti kemur að með aukinni notkun á léttara áfengi á undanförnum árum á móti minni notkun á sterku áfengi hefur vínmenning breyst á jákvæðan hátt, þrátt fyrir að á heildina hafi áfengismagn í umferð aukist.
ölvunardrykkja unglinga hefur t.d. dregist verulega saman á síðustu 15 árum – Opnun fyrir bjórsölu varð því allavega ekki til að auka ölvunardrykkju unglinga og aukin léttvínsnotkun hefur breytt þessum venjum til betri vegar.
Ég hef ekki séð í göngum að ríki sem hafa mjög hertar reglur um ríkiseinkasölu á áfengi hafi færri áfengissjúklinga en hin sem bjóða meira frelsi á þessu sviði.
Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að einkasala ríkisins á áfengi sé afnumin og hún færð inn í hefðbundinn verslunarrekstur þó með þeim stífu skilmálum sem kveðið er á í frumvarpinu, bæði opnunartími og lokuð svæði.