fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Gagnrýndi víðtæk mannréttindabrot í Norður-Kóreu og á Filippseyjum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. febrúar 2017 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á að mannréttindi væru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands í ávarpi sínu fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í dag, en þetta er í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra Íslands sækir árlega ráðherraviku mannréttindaráðsins frá því að það var sett á fót í núverandi mynd fyrir um tíu árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Í ræðu sinni sagði Guðlaugur Þór að ekki væri hægt að ætlast til að mannréttindi séu virt í fjarlægum löndum ef ekki er hugað fyrst að stöðu mannréttinda heimafyrir. Þess vegna fögnuðu íslensk stjórnvöld því að fá tækifæri til að undirgangast þá jafningjarýni sem fram fer á vegum Mannréttindaráðsins, en Ísland var tekið fyrir í annað skipti hjá ráðinu sl. haust. Margar góðar ábendingar hefðu borist frá öðrum aðildarríkjum SÞ í jafningjarýninni, bæði nú og síðast þegar Ísland undirgekkst rýnina, árið 2011.

Utanríkisráðherra gagnrýndi víðtæk mannréttindabrot í Norður-Kóreu og á Filippseyjum þar sem meintir glæpamenn hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Þá harmaði hann hlutskipti óbreyttra borgara í löndum eins og Jemen og Sýrlandi þar sem stríð hafa geisað. Ennfremur gagnrýndi ráðherrann bágborna stöðu kvenna í Sádí-Arabíu, ofsóknir gegn minnihlutahópum í Myanmar og gegn hinsegin fólki víða um heim. Ráðherra lýsti ennfremur áhyggjum af stöðu mála í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Þá hvatti hann tyrknesk stjórnvöld, þrátt fyrir erfiða stöðu, til að virða skuldbindingar sínar í mannréttindamálum, þ.m.t. að tryggja sjálfstæði dómskerfisins og virða frelsi fjölmiðla.

Þá þakkaði Guðlaugur Þór mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna sérstaklega fyrir starf sitt í þágu mannréttinda í heiminum:

Þú hefur verið óhræddur við að varpa ljósi á mannréttindabrot hvar í heimi sem þau viðgangast og ljáð þeim rödd sem raddlausir eru.

Fyrr í dag hitti utanríkisráðherra Filippo Grandi, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar SÞ, og skrifuðu þeir Grandi undir samkomulag sem felur í sér loforð af hálfu íslenskra stjórnvalda um a.m.k. 50 mkr. í óeyrnamerkt kjarnaframlög næstu þrjú árin. Er samkomulag þetta í samræmi við áherslur þróunarsamvinnuáætlunar stjórnvalda. Grandi þakkaði á fundinum íslenskum stjórnvöldum fyrir þann mikla stuðning sem þau hefðu veitt undanfarið ár, m.a. með 325 milljóna króna framlagi í fyrra sem var liður í aukafjárveitingum ríkisstjórnar og Alþingis til flóttamannavandans haustið 2015. Grandi sagði þennan stuðning mikils metinn, sem og móttaka Íslendinga á meira en eitt hundrað sýrlensku kvótaflóttafólki á undanförnu ári. Blikur væru á lofti í flóttamannamálunum og því væri mikilvægt að ríki eins og Ísland héldu ekki að sér höndum andspænis gríðarmiklum vanda, en 65 milljónir manna eru nú á flótta frá heimilum sínum í heiminum.

Utanríkisráðherra mun einnig skrifa undir samkomulag um framlög við forsvarsmenn OCHA, Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, í heimsókn sinni til Genf að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við