fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

Pressan
Sunnudaginn 26. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 12 ára drengur í Texas í Bandaríkjunum kom heim úr skólanum föstudaginn 17. október kom hann að tómu húsi. Fjölskylda hans hafði pakkað öllum eigum og flutt út meðan hann var í skólanum og hafði hann ekki hugmynd um hvert þau hefðu farið. Móðir hans, Erica Renee Sanders, hefur nú verið ákærð fyrir vanrækslu.

Það var skólastjóri drengsins sem hafði samband við yfirvöld og tilkynnti þeim að 12 ára drengurinn hefði verið skilinn eftir og komið heim í tómt hús. Þegar drengurinn fór í skólann um morguninn var íbúðin full af húsgögnum og eigum en allt var farið þegar hann sneri heim.

Nágrannar greindu barnaverndaryfirvöldum frá því að drengnum hefði ítrekað verið hent út af heimilinu og að hann hefði klárlega orðið fyrir barðinu á grófri vanrækslu og byggi ekki við góðan kost.

Lögregla hafði uppi á móður drengsins og stjúpföður, Keven Dwayne Adams. Sanders hélt því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Bróðir hennar hafi ætlað að sækja drenginn í skólann en eitthvað hafi klikkað. Þegar lögregla vildi heyra í bróður hennar til að staðfesta þessa lýsingu vildi Sanders þó hvorki gefa upp símanúmer hans né nafn. Lögreglu tókst að hafa uppi á kærustu bróðurins sem kannaðist ekkert við málið.

Málið varð svo enn furðulegra þegar barnavernd reyndi að sameina fjölskylduna. Adams neitaði að gefa upp nýtt heimilisfang þeirra heldur kom frekar að sækja drenginn. Fyrir framan lögreglumenn kvartaði hann undan því að það ætti að handtaka móður drengsins og kvartaði sömuleiðis undan drengnum sjálfum, meðal annars tók hann fram að drengurinn væri vandamál móðurinnar og ekki velkominn á heimili Adams. Þetta varð til þess að bæði Sanders og Adams voru handtekin.

People greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda