fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Matti Villa í nýtt hlutverk

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson tilkynnti í gær að hann væri að leggja skóna á hilluna eftir lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þar sem hann mun hampa Íslandsmeistaratitlinum með Víkingi. Hann er nú á leið í nýtt hlutverk hjá félaginu.

Meira
Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“

Matthías hefur átt glæsilegan feril hér heima og í Noregi. Nú tekur við nýr kafli þar sem hann mun þjálfa 2. og 3. flokk karla ásamt því að sinna afreksþjálfun og halda utan um þróun efnilegra leikmanna.

Tilkynning Víkings
Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með stolti að Matthías Vilhjálmsson er kominn í nýtt hlutverk hjá félaginu en hann mun þjálfa 2. og 3. flokk karla ásamt því að sinna afreksþjálfun og halda utan um þróun efnilegra leikmanna.

Með því að fá Matta í þjálfarahópinn fær félagið að njóta góðs af ómetanlegri reynslu og þekkingu hans ásamt því að iðkendur, undir hans leiðsögn, munu læra um vinnusemi, aga, auðmýkt, það að gefast aldrei upp og hvað það er að vera sigurvegari.

Eins og kunnugt er mun Matthías leggja skóna á hilluna um helgina en framtíðin er heldur betur björt, framtíðin er Hamingja. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt