fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

433
Föstudaginn 17. október 2025 08:30

Arnar Gunnlaugsson. Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net var birtur í gær en þar var meðal annars rætt um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu. Var hann nokkuð gagnrýndur.

Íslenska landsliðið var að klára verkefni, þar sem liðið tapaði 3-5 á heimavelli gegn Úkraínu og voru þau úrslit mikið gagnrýnd. Síðan kom 2-2 jafntefli gegn Frakklandi, leikur sem Arnar og liðið hefur fengið hrós fyrir.

„Er ekki Arnar Gunnlaugsson að tala í mótsögn við sjálfan sig, hann er á fréttamannafundi fyrir leikinn og við hugsum stórt og ætlum okkur fjögur stig úr þessum glugga. Við endum svo með eitt stig úr glugganum, þá má ekki gagnrýna,“ sagði Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net.

Arnar var mjög ósáttur með gagnrýni sem hann og liðið fékk eftir leikinn gegn Úkraínu þar sem liðið fékk fimm mörk á sig. „Þá á bara að horfa tölfræðina, hvað við vorum með mikið boltann og hvað við lærðum upp á framtíðina,“ sagði Elvar um það.

Valur Gunnarsson, fyrrum markvörður Leiknis var gestur þáttarins og tók í svipaðan streng. „Það er eins og það sé í starfslýsingu landsliðsþjálfara í dag að vera á móti fjölmiðlum, það er langt síðan ég hef verið jafn pirraður eins og eftir leikinn gegn Úkraínu. Þegar ég vaknaði daginn eftir þá var ég enn pirraður.“

„Mér finnst skrýtið að það megi ekki að tala um það, að maður sé einhver vondur karl. Mér finnst Arnar, hann er svo fyndinn í viðtölum. Mér finnst stundum eins og það sé verið að taka viðtal við stuðningsmann eftir leik.“

Valur telur að Arnar sé stundum of hátt uppi eftir góð úrslit. „Svo kemur Arnar eftir 2-2 leikinn við Frakkland, löskuðu liði Frakka. Ég er ekki að taka neitt af þeim úrslitum, en hann talar um ein bestu úrslit í sögu landsliðsins. Ég er með strax 5-6 landsleiki í hausnum sem hafa verið betri. Hann var svo háfleygur, mér finnst það fyndið. Ég hef ekki gaman af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar