Ísland fékk högg gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld og tapaði 3-5. Hér að neðan má sjá umræðuna á X yfir leiknum.
Fyrri hálfleikur leiksins var furðulegur þar sem Ísland stýrði leiknum en barnaleg mistök reyndust dýrkeypt. Ruslan Malinovskiy kom gestunum yfir á 14. mínútu.
Áfram hélt íslenska liðið að stýra leiknum og tuttugu mínútum síðar jafnaði Mikael Egill Ellertsson eftir glæsilegt einstaklingsframtak.
Undir lok fyrri hálfleik skoraði Úkraína í tvígang, Oleksii Hutsuliak kom liðinu yfir eftir hræðileg mistök í vörn Ísland og Malinovskiy skoraði svo glæsilegt mark fyrir lok hálfleiksins.
Íslenska liðið með bakið upp við vegg en svaraði kallinu í síðari hálfleik þar sem Albert Guðmundsson skoraði í tvígang.
Þegar flestir á Laugardalsvelli voru orðnir vongóðir um íslenskan sigur kom höggið, Ivan Kaliuzhnyi hitti boltann frábærlega í teignum og tryggði Úkraínu stigin þrjú. Til að strá salti í sárin skoraði Oleh Ocheretko fimmta mark Úkraínu nokkru seinna og 3-5 tap staðreynd.
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir horfinni vörn!
— Maggi Peran (@maggiperan) October 10, 2025
Hrikalega er þetta lélegt því miður
— Bomban (@BombaGunni) October 10, 2025
Erum alltof fokking kærulausir. Bara hættum að spila í 3-3 #fotboltinet
— Guðmundur Auðun (@GummiAudun) October 10, 2025
Að fá fimm mörk á sig á heimavelli gegn Úkraínu er bara alls ekki boðlegt og bara sama gegn hvaða liði það er!
Grátlegt að missa þetta aftur niður eftir að hafa komið svona sterkir til baka.
Líklegast eini leikurinn sem mátti alls ekki tapast.
Klárum 🇫🇷 á mánudaginn.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 10, 2025
6 skot á mark.
5 mörk.
Sú vörnin!!! 🫣#fotboltinet— ParmaCalcio1913 -ISL 🇺🇦 (@ParmaIceland) October 10, 2025
Um leið og liðið er talað upp og hæpað… þá skíta þeir. Íslenska leiðin 🇮🇸⚽️
Vonandi sokkaður í seinni 🤞🏻#fotboltinet
— Sindri Már Stefánsson (@sindrimarstef) October 10, 2025
From hero to zero.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 10, 2025
Það er glæpur að spila Hákoni svona aftarlega.
— Max Koala (@Maggihodd) October 10, 2025
Þessi varnarleikur í báðum mörkum Úkraínumanna hreinasta hörmung. Betur má ef duga skal. Megum ekki tapa þessum leik.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 10, 2025