Ísland fékk vænan skell á heimavelli gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld, þrjú íslensk mörk voru langt því frá að duga þar sem liðið fékk á sig fimm.
Fyrri hálfleikur leiksins var furðulegur þar sem Ísland stýrði leiknum en barnaleg mistök reyndust dýrkeypt. Ruslan Malinovskiy kom gestunum yfir á 14. mínútu.
Áfram hélt íslenska liðið að stýra leiknum og tuttugu mínútum síðar jafnaði Mikael Egill Ellertsson eftir glæsilegt einstaklingsframtak.
Undir lok fyrri hálfleik skoraði Úkraína í tvígang, Oleksii Hutsuliak kom liðinu yfir eftir hræðileg mistök í vörn Ísland og Malinovskiy skoraði svo glæsilegt mark fyrir lok hálfleiksins.
Íslenska liðið með bakið upp við vegg en svaraði kallinu í síðari hálfleik þar sem Albert Guðmundsson skoraði í tvígang.
Íslenska liðið verður að virða stigið en barnalegur varnarleikur var dýrkeyptur í leik þar sem liðið var betra á öllum sviðum fótboltans.
Þegar flestir á Laugardalsvelli voru orðnir vongóðir um íslenskan sigur kom höggið, Ivan Kaliuzhnyi hitti boltann frábærlega í teignum og tryggði Úkraínu stigin þrjú. Til að strá salti í sárin skoraði Oleh Ocheretko fimmta mark Úkraínu nokkru seinna og 3-5 tap staðreynd.
Staða íslenska liðsins í riðlinum er verri eftir kvöldið, liðið verður
Byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson 4
Gat afskaplega lítið gert í mörkunum, einhverjir vildu þó sjá hann vera nær því að verja þriðja mark Úkraínu.
Guðlaugur Victor Pálsson 4
Mistök í fyrsta marki Úkraínu, óð út í pressu og tapaði því einvígi. Skildi allt eftir opið og eftirleikurinn auðveldur.
Sverrir Ingi Ingason 4
Hann og Daníel Leó fengu litla hjálp frá bakvörðum og miðjumönnum í mörkunum í fyrri hálfleik. Þeir voru hins vegar ekki í takti í seinni hálfleik
Daníel Leó Grétarsson 4
Átti ágætis leik en fór helst til og oft út úr stöðu og skildi eftir svæði sem Úkraína hefði getað refsað okkur fyrir.
Mikael Egill Ellertsson (´86) 4
Gerði frábærlega að skora en það fór fyrir lítið þegar hann gaf annað mark Úkraínu. Hitti ekki boltann sem var rándýrt. Mistök sem ekki eru boðleg í alþjóðlegum fótbolta.
Jón Dagur Þorsteinsson (´69) 4
Reyndi og reyndi en hitti ekki á daginn sinn í dag. Of mikið af tæknilegum mistökum.
Ísak Bergmann Jóhannesson (´86) 4
Átti glannalega sending sem kom Úkraínu af stað í sóknina til að skora þriðja markið. Komst ekki í sinn venjulega takt í leiknum og var oft einmana í að verja vörnina.
Hákon Arnar Haraldsson 7
Lét liðið tikka allan leikinn, er mikilvægasti leikmaður liðsins í dag. Frábær fyrirgjöf á Albert sem stangaði knöttinn í netið í öðru marki liðsins.
Albert Guðmundsson 8 – Maður leiksins
Frábær í hálftíma í fyrri hálfleik sem var besti spilkafli íslenska liðsins. Var svo potturinn og pannan í endurkomunni, frábær að koma sér í réttar stöður til að hafa áhrif.
Sævar Atli Magnússon (´69) – 4
Kom með lítið annað að borðinu en ágætis baráttu. Betur má ef duga skal.
Andri Lucas Guðjohnsen (´86) – 5
Heimskulegt gult spjald í fyrri hálfleik, Lars Lagerback hefði ekki sofið í nokkra daga að sjá Andra fá gult fyrir kjaftbrúk. Komst inn í leikinn og gerði vel í að leggja upp þriðja mark liðsins.
Varamenn:
Kristian Nökkvi Hlynsson (´69) 4
Logi Tómasson (´69) 6
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.