Ensku blöðin segja í dag að Manchester United ætli að vera með í baráttunni um Kenan Yildiz sóknarmann Juventus í sumar.
Hinn tvítugi Yildiz hefur vakið mikla athygli á Ítalíu og hefur verið orðaður annað, til að mynda við Arsenal og Chelsea.
Síðarnefnda félagið á að hafa boðið meira en 60 milljónir punda í hann í sumar en því var hafnað af Juventus.
United er nú sagt ætla að blanda sér í kapphlaupið um Yildiz og er til í að greiða vel fyrir, eða hátt í 80 milljónir punda.