Steven Gerrard er orðaður við endurkomu til skoska stórliðsins Rangers, en starf stjóra liðsins hangir á bláþræði.
Rangers hefur byrjað tímabilið skelfilega og ekki unnið leik í deildinni. Russel Martin er stjóri liðsins en er það talið tímaspursmál hvenær hann fær sparkið.
Gerrard gerði flotta hluti með Rangers frá 2018 til 2021 og vann deildina til að mynda með liðinu í fyrsta sinn síðan það kom upp í efstu deild á ný.
Gerrard er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í byrjun árs. Gæti það heillað hann að snúa aftur til Skotlands, þar sem áður gekk vel.