fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
433Sport

Synir fyrrum enska landsliðsmannsins spiluðu báðir sinn fyrsta leik fyrir City

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. september 2025 19:30

Jaden Heskey Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enski landsliðsframherjinn Emile Heskey átti stolta stund sem faðir á miðvikudagskvöld þegar báðir synir hans spiluðu sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester City í sama leiknum.

Jaden Heskey (19 ára) og Reigan Heskey (17 ára) komu báðir inn af bekknum í 2-0 sigri City gegn Huddersfield í enska deildarbikarnum.

Emile Heskey

Jaden, sem gekk til liðs við City aðeins átta ára gamall, skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning fyrir tveimur árum og spilar líkt og faðir hans sem framherji. Hann skoraði meðal annars í úrslitaleik Enska unglingabikarsins gegn Leeds í maí 2024.

Yngri bróðir hans, Reigan, gekk einnig til liðs við City átta ára gamall og hefur vakið mikla athygli. Hann var færður upp í U21-liðið fyrir ári síðan og skoraði þrennu á 22 mínútum í leik gegn Norwich í úrvalsdeild varaliða.

Reigan hefur einnig leikið 10 landsleiki fyrir England U17 og er líkt og bróðir sinn, sóknarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hinn ungi Rio skrifar undir

Hinn ungi Rio skrifar undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska stórliðið afar áhugasamt en verðmiðinn er hár

Enska stórliðið afar áhugasamt en verðmiðinn er hár
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Snýr Gerrard aftur?

Snýr Gerrard aftur?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikael ómyrkur í máli: „Það kannski sést á mínum orðum og hans hver er í Samfylkingunni“

Mikael ómyrkur í máli: „Það kannski sést á mínum orðum og hans hver er í Samfylkingunni“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að þeir reyni við Bruno Fernandes næsta sumar

Staðfestir að þeir reyni við Bruno Fernandes næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alonso með augastað á Evrópumeistara

Alonso með augastað á Evrópumeistara
433Sport
Í gær

Allt eftir bókinni í deildabikarnum

Allt eftir bókinni í deildabikarnum
433Sport
Í gær

Tilkynna um andlát ungs manns í sorglegri yfirlýsingu

Tilkynna um andlát ungs manns í sorglegri yfirlýsingu