Rio Ferdinand segir að það eigi ekki að vera í fyrirrúmi hjá Manchester United að sækja níu í sumarglugganum.
United er að reyna að losna við fjóra til fimm leikmenn þessa stundina og er orðað við sóknarmanninn Benjamin Sesko.
Ferdinand segir að United sé nú þegar með nógu marga möguleika í sókninni og vill að félagið einbeiti sér að því að kaupa Carlos Baleba frá Brighton en hann leikur á miðjunni.
,,Ef ég get fengið peninginn fyrir fjóra leikmenn sem eru ekki í plönum félagsins, myndi ég ná í níu eða myndi ég ná í Baleba?“ sagði Ferdinand.
,,Myndi ég ná í níu sem við vitum ekki mikið um eða Baleba sem er með reynslu úr úrvalsdeildinni og við vitum hvað hann getur gert?“
,,Ég verð að velja Baleba, því miður. Ég mun alltaf velja Baleba. Hann getur haft stór áhrif á þennan leikmannahóp.“