Það sauð upp úr í seinni hálfleik leiks KR og ÍBV í Bestu deild karla í gær og Þorlákur Árnason, þjálfari síðarnefnda liðsins, fékk að líta rauða spjaldið.
Fékk hann spjaldið fyrir mótmæli en komu þau í kjölfar orðaskipta milli hans og Guðmundar Andra Tryggvasonar, leikmanns KR. Eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið spurði Þorlákur fjórða dómarann hvort hann vissi hvað Guðmundur hafi sagt við hann.
Í samtali við Fótbolta.net eftir leik vildi Þorlákur þó ekki hafa eftir það sem Guðmundur á að hafa sagt. Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson heldur því fram á samfélagsmiðlum að það hafi verið: „Þegiðu sköllótta helvítið þitt.“
„Hann vildi meina að ég væri að henda mér oft í grasið og hann var pirraður og ég var pirraður. Við vorum svolítið barnalegir,“ sagði Guðmundur sjálfur í viðtali við Fótbolti.net.
Guðmundur Andri sagði ,,þegiðu sköllótta helvítið þitt’’ við Þorlák Árnason. Ekki fallegt. pic.twitter.com/qxAlG8pcTj
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 19, 2025