Thomas Tuchel lét óánægju sína í ljós eftir 3-0 sigur Englands gegn Wales á Wembley, þar sem hann gagnrýndi stuðningsmenn fyrir skort á stemningu og stuðningi við liðið.
Leikurinn var í raun kláraður á fyrstu 20 mínútunum með mörkum frá Morgan Rogers, Ollie Watkins og Bukayo Saka. Þrátt fyrir það fannst Tuchel áhorfendur ekki svara frammistöðunni með nægilegum krafti.
„Völlurinn var þögull,“ sagði Tuchel pirraður eftir leik.
„Við fengum enga orku til baka frá áhorfendum. Ef einu röddirnar sem heyrast eru frá Wales-stuðningsmönnum, þá er það bara sorglegt. Hvað meira getum við gert en að vera 3-0 yfir í derby-leik eftir 20 mínútur?“
„Stuðningurinn sem við fengum í Serbíu var ótrúlegur. Ég elska enska fótboltaaðdáendur, en stemmingin í dag stóð ekki undir spilamennskunni á vellinum.“
Tuchel hélt áfram: „Ég stend við þetta. Við getum ekki gert meira. Ég hugsaði: af hverju er þakið enn á Wembley? Ég hefði óskað mér meiri hvatningar þegar leikurinn datt aðeins niður. Í seinni hálfleik vantaði stuðning á erfiðum augnablikum – það var meira að segja stundum meiri stuðningur við Wales.“
Margir áhorfendur yfirgáfu völlinn áður en leiknum lauk vegna tafa á neðanjarðarlestarkerfinu í Lundúnum.