fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Forseti HM með áhugaverð ummæli – Útilokar ekki að HM hætti sem sumarmót

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. október 2025 11:00

Gianni Infantino, forseti FIFA / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gianni Infantino, forseti FIFA, segir að alþjóðaknattspyrnan þurfi að hafa opinn huga gagnvart því hvenær HM fari fram í framtíðinni og útilokar ekki að hætta megi við að halda mótið á hefðbundnum sumarmánuðum.

HM hefur í gegnum tíðina verið haldið að sumri til á norðurhveli jarðar, en árið 2022 var mótið fært yfir í nóvember og desember vegna óbærilegs hita í Katar. Nú stefnir í að svipuð staða gæti komið upp með HM 2034, sem fer fram í Sádi-Arabíu.

Í höfuðborginni Riyadh getur hiti farið yfir 40 gráður á heitustu dögum sumarsins, sem gæti reynst of mikið fyrir leikmenn og stuðningsmenn.

Á ráðstefnu Evrópskra knattspyrnufélaga (ECA) í Róm sagði Infantino að best væri að nálgast málið með sveigjanleika.

„Það er ekki bara spurning um eitt heimsmeistaramót,“ sagði Infantino.

„Jafnvel í sumum Evrópulöndum getur verið óbærilega heitt í júlí. Júní er líklega besti mánuðurinn fyrir fótbolta, en við nýtum hann ekki nægilega.“

„Við þurfum að hugsa hvernig við getum best nýtt dagatalið. Þetta eru vangaveltur í gangi og við skoðum allar leiðir.“

Samkvæmt skýrslu FIFA eru bestu leikskilyrðin í Sádi-Arabíu frá október til apríl, þegar meðalhiti er á bilinu 15–30 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar