fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Fyrrum Liverpool-maðurinn kallar þetta gott

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepe Reina, fyrrum markvörður Liverpool, er að leggja skóna á hilluna. Hann hefur sjálfur greint frá þessu.

Hinn 42 ára gamli Reina er á mála hjá nýliðum Como í Serie A á Ítalíu og spilar sinn síðasta leik gegn Inter á föstudag. Sá leikur gæti haft mikið að segja um titilbaráttuna en Inter freistar þess að ná toppliði Napoli í lokaumferðinni.

Reina hefur, auk Liverpool, verið á mála hjá stórliðum eins og AC Milan, Barcelona, Bayern Muchen og Napoli.

Skrifar hann hjartnæma kveðju á samfélagsmiðla þar sem hann þakkar öllum þeim sem hafa komið að ferli hans á einn eða anna hátt.

„Þetta hefur verið mun lengri ferill en ég hafði leyft mér að dreyma um. Samt er þetta svo stutt að mig mynda langa til þess að gera þetta allt aftur,“ segir þar einnig til að mynda.

Reina er þó ekki hættur afskiptum af knattspyrnu, en hann verður markmannsþjálfari yngri liða Villarreal í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?