Það er líklega enginn á Íslandi sem kannast við nafnið Mike Fisher en hann er níræður og er enn að í boltanum – hann er elsti sóknarmaður Evrópu.
Fisher hélt upp á 90 ára afmæli sitt í þessari viku og fagnaði því með því að spila leik í innanhússknattspyrnu eins og hann gerir vikulega.
Fisher er kallaður ‘Ninja’ af félögum sínum og skoraði fimmu fyrir Old Corinthians á afmælisdaginn í öruggum sigri.
Enskir miðlar fjalla um þetta skemmtilega mál en Fisher hefur fylgst með fótbolta allt sitt líf og lék marga leiki á sínum yngri árum.
,,Þeir kalla mig ‘Ninja.’ Þeir segja að ég láti mig hverfa á sekúndubroti, allt í einu er ég farinn,“ sagði Fisher.
,,Ef þú spyrð einhvern hvort þeir hafi spilað með Mike Fisher, þeir hafa ekki hugmynd en ef þú nefnir ‘Ninja’ þá vita þeir hvað þú ert að meina.“
,,Ég elska fótbolta enn þann dag í dag og reyni að halda áfram eins lengi og ég get – svo lengi sem ég get skorað mín mörk.“
,,Ég er ekki með töluna, hversu mörg mörk ég hef skorað en ég skora yfirleitt fjögur eða fimm í leik.“