Það er nokkuð athyglisvert að skoða hvaða kærustur og eiginkonur knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni eru með flesta fylgjendur á Instagram.
Ein kona stendur upp úr en það er hún Cindy Kimberly sem er með yfir sjö milljónir fylgjenda.
Kimberly er kærasta knattspyrnumannsins Dele Alli sem er leikmaður Everton og fyrrum enskur landsliðsmaður.
Alli vakti verulega athygli fyrr á þessu ári en hann opnaði sig um eigin erfiðleika og það sem hann þurfti að ganga í gegnum í æsku.
Hún er lang efst á listanum en í öðru sæti er kona að nafni Dani Dyer sem er kærasta Jarrod Bowen, leikmanns West Ham.
Dyer hefur svo sannarlega gert það gott á miðlinum og eru 3,7 milljónir manns sem fylgja henni þar.
Listann má sjá hér í heild sinni.
These are the Premier League’s most popular WAGs on Instagram 😍 pic.twitter.com/msDHpvnGcq
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) September 19, 2023