Coady Gakpo sóknarmaður Liverpool hefur náð fullri heilsu og er leikfær fyrir leik liðsins í Evrópudeildinni á morgun. Liverpool tekur þá á móti Toulouse frá Frakklandi.
Gakpo var keyptur til Liverpool í janúar frá PSV í Hollandi. Hann hefur síðan þá verið í stóru hlutverki.
„Hann byrjaði að æfa á sunnudag og hefur æft síðan, hann getur verið í hópnum á morgun,“ sagði Klopp.
Mikið álag er á liðum næstu vikurnar þar sem spilað er allar helgar og liðin í Evrópu verða einnig í miðri viku næstu misseri.
Liverpool er með sex stig á toppnum í sínum riðli eftir tvær umferðir og fer langt með það að fara áfram með sigri á morgun.
Jürgen Klopp confirms that Cody Gakpo is back in full training for Liverpool and he is available for selection. 🇳🇱✅ pic.twitter.com/RvjxbpJUuc
— Football Daily (@footballdaily) October 25, 2023