Barcelona 1 – 0 Athletic Bilbao
1-0 Marc Guiu(’80)
Það var táningur sem tryggði Barcelona sigur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Athletic Bilbao.
Táningurinn umtalaði er hinn 17 ára gamli Marc Guiu en hann gerði eina mark leiksins í heimasigri.
Guiu var ekki lengi að stimpla sig inn í þessum leik en rúmlega 30 sekúndum eftir að hafa komið inná skoraði hann eina markið.
Joao Felix lagði upp markið á Guiu sem þykir mikið efni og var að leika sinn fyrsta leik fyrir spænska félagið.