Aston Villa 4 – 1 West Ham
1-0 Douglas Luiz(’30)
2-0 Douglas Luiz(’52, víti)
2-1 Jarrod Bowen(’56)
3-1 Ollie Watkins(’74)
4-1 Leon Bailey(’89)
Það var aðeins einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag er Aston Villa fékk lið West Ham í heimsókn.
Villa var í raun aldrei í vandræðum með gestina í þessari viðureign en Douglas Luiz átti frábæran leik fyrir heimamenn.
Luiz skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í 4-1 sigri en það seinna var skorað af vítapunktinum.
Jarrod Bowen lagaði stöðuna fyrir West Ham í 2-1 snemma í seinni hálfleik og var útlitið ágætt um tíma.
Ollie Watkins og Leon Bailey bættu svo við tveimur mörkum fyrir Villa sem fagnaði að lokum þægilegum þremur stigum.