Nicolo Zaniolo er í byrjunarliði Aston Villa í dag sem spilar við West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Zaniolo gæti átt yfir höfði sér langt bann en hann er grunaður um að hafa stundað ólögleg veðmál ásamt öðrum ítölskum leikmönnum.
Flautað er til leiks á Villa Park klukkan 15:30 en hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Aston Villa: Martinez; Cash, Konsa, Torres, Digne; Kamara, Luiz, McGinn; Diaby, Watkins, Zaniolo
West Ham: Areola; Coufal, Zouma, Aguerd, Emerson; Alvarez, Ward-Prowse, Soucek; Bowen, Antonio, Paqueta