Margir stuðningsmenn Everton voru ósáttir með dómgæsluna í leik gegn Liverpool í dag.
Um er að ræða grannaslag í Liverpool en heimamenn höfðu betur 2-0 með mörkum Mohamed Salah.
Everton spilaði með tíu menn á vellinum allan seinni hálfleik en Ashley Young fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik og var rekinn útaf.
Everton menn vildu fá það sama í síðari hálfleiknum er Ibrahima Konate braut af sér á gulu spjaldi en slapp við annað gult spjald.
Atvikið má sjá hér og dæmi nú hver fyrir sig.
Here is the Konate second yellow challenge, his hand just grazed him. Barely a foul pic.twitter.com/FOmLmcbNnN
— Promis (@Promis21198) October 21, 2023