Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni var gesturinn fótboltaþjálfarinn og hlaðvarpsstjarnan Viktor Unnar Illugason.
Manchester United hefur verið í vanda á tímabilinu en liðið mætir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
„Verður hann ekki rekinn ef þeir tapa þessum leik?“ spurði Viktor um starf Erik ten Hag knattspyrnustjóra.
„Ég held þeir gefi honum meiri tíma,“ sagði Hrafnkell en Helgi var ekki sammála.
„Ég held að hann hefði verið rekinn hefðu þeir tapað gegn Brentford. Það hefði verið of mikill hiti,“ sagði hann en United vann nauman endurkomusigur á Brentford í síðustu umferð.
„Ég er ekki að segja að það sé lausnin en ef þú ert að þjálfa svona klúbb og ert að tapa á móti þessum liðum ertu bara rekinn,“ sagði Viktor að lokum.
Umræðan í heild er í spilaranum.