Manchester City er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Brighton sem fór fram í Manchester í dag.
Julian Alvarez og Erling Haaland komust á blað fyrir Englandsmeistarana en Ansu Fati gerði eina mark gestanna.
Man City er með 21 stig á toppnum en þrjú lið fyrir neðan eru með 20, Liverpool, Tottenham og Arsenal. Meistararnir kláruðu leikinn með tíu menn en Manuel Akanji fékk að líta rautt spjald í uppbótartíma.
Newcastle valtaði yfir Crystal Palace á sama tíma og skoraði fjögur mörk í virkilega sannfærandi heimasigri.
Wolves gerði góða ferð til Bournemouth og vann 2-1 sigur þar sem Sasa Kalajdzic skoraði sigurmarkið undir lokin.
Brentford vann þá Burnley örugglega 3-0 og Luton náði í gott jafntefli gegn Nottingham Forest á útivelli.
Manchester City 2 – 1 Brighton
1-0 Julian Alvarez(‘7)
2-0 Erling Haaland(’19)
2-1 Ansu Fati(’73)
Newcastle 4 – 0 Crystal Palace
1-0 Jacob Murphy(‘4)
2-0 Anthony Gordon(’44)
3-0 Sean Longstaff(’45)
4-0 Callum Wilson(’66)
Bournemouth 1 – 2 Wolves
1-0 Dominic Solanke(’17)
1-1 Matheus Cunha(’47)
1-2 Sasa Kalajdzic(’87)
Brentford 3 – 0 Burnley
1-0 Yoane Wissa(’25)
2-0 Bryan Mbeumo(’62)
3-0 Saman Ghoddos(’87)
N. Forest 2 – 2 Luton
1-0 Chris Wood(’48)
2-0 Chris Wood(’76)
2-1 Chiedozie Ogbene(’83)
2-2 Elijah Adebayo(’92)