Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni var gesturinn fótboltaþjálfarinn og hlaðvarpsstjarnan Viktor Unnar Illugason.
Jadon Sancho virðist á förum frá Manchester United eftir opinbert rifrildi við Erik ten Hag knattspyrnustjóra snemma í haust. Hann neitar að biðja hann afsökunar þrátt fyrir að aðrir leikmenn hafi hvatt hann til þess.
„Gæinn neitar að biðjast afsökunar sem er líklega það barnalegasta sem ég hef heyrt um. Hann er einni afsökunarbeiðni frá því að vera mættur aftur,“ sagði Helgi í þættinum en Viktor er ekki á sama máli.
„Ef honum finnst á sér brotið þá á hann bara að standa í lappirnar. Mér finnst það flott hjá honum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.