Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sættir sig við jafntefli í leik dagsins sem var gegn Chelsea á útivelli.
Arsenal sýndi karakter og kom til baka í þessum leik en Chelsea komst í 2-0 áður en gestirnir jöfnuðu í seinni hálfleik.
Arteta var ekki of hrifinn af spilamennsku síns liðs en var þá aðallega ósáttur með fyrri hálfleikinn.
,,Við vorum ekki nógu ákveðnir í fyrri hálfleik, ég var ekki hrifinn af þeirri frammistöðu,“ sagði Arteta.
,,Ég vil hrósa mínum leikmönnum sem og liðinu sem við spiluðum gegn. Við sköpuðum vandamál fyrir okkur sjálfa.“
,,Ef við getum ekki unnið, þá þurfum við ekki að tapa. Við munum læra af þessum leik.“