Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni var gesturinn fótboltaþjálfarinn og hlaðvarpsstjarnan Viktor Unnar Illugason.
Viktor kom víða við á knattspyrnuferli sínum hér heima, auk þess sem hann var hjá Reading ungur að árum. Þrátt fyrir að vera uppalinn Bliki lék hann um tíma með HK og líkaði vel.
„Það var smá eftir af rígnum þegar ég var þarna. Þú máttir til dæmis ekki mæta með neitt grænt á æfingar, þá var það bara horfið eftir æfingu,“ sagði Viktor léttur.
„Svo um daginn sá ég mynd á Instagram þar sem Dami heldur utan um Leif Andra og er að óska honum til hamingju með afmælið svo þetta er eiginlega alveg dautt.“
Umræðan í heild er í spilaranum.