Pep Guardiola hefur tjáð sig um framtíð Kalvin Phillips sem er sterklega orðaður frá Manchester City þessa dagana.
Phillips gekk í raðir City frá Leeds sumarið 2022 en hefur verið í algjöru aukahlutverki þar sem hann er varamaður fyrir Rodri, einn besta miðjumann heims.
Talið er að Phillips fari í janúar.
„Þar til í vetur er Kalvin hjá okkur. Það veit enginn hvað gerist eftir að félagaskiptaglugginn opnar í janúar,“ segir Guardiola, en ummælin ýta undir að Phillips fari.
Guardiola segir þó klárlega not fyrir enska miðjumanninn í ákveðnum leikjum.
„Í leikjum þar sem er lítið kaos er Kalvin fullkominn leikmaður.“