Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur brugðist við þeim fréttum að Lionel Messi vinni Gullknöttinn í knattspyrnu.
Messi hefur unnið þá nokkra en margir telja að Erling Haaland framherji City eigi skilið að vinna verðlaunin í ár.
„Gullknötturinn ætti að vera tveir flokkar, einn fyrir Messi og einn fyrir aðra leikmenn. Haaland á að vinna þetta,“ sagði Guardiola en City vann þrennuna á síðustu leiktíð.
Sá norski raðaði inn mörkum og setti met í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili þar.
„Versta tímabil Messi er kannski það besta hjá flestum öðrum. Báðir eiga þetta skilið.“
„Erling hjálpaði okkur að freka ótrúlega hluti. En ef Messi vinnur, þá vann hann Heimsmeistaramótið sem dæmi.“
„Það er gaman að leikmenn City komi til greina þarna í fyrsta skipti og eiga séns. Við erum stoltir af því.“