Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að byrja að sekta félög á Íslandi sem eru með þjálfara sem ekki hafa öll réttindi.
Samvkæmt leyfiskerfi KSÍ þurfa þjálfarar í efstu deildum á Íslandi að vera með ákveðin réttindi.
Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóri kynnti tillögu fræðslunefndar um sektarákvæði vegna þjálfara sem hafa ekki þjálfararéttindi í samræmi við reglugerð KSÍ, UEFA Pro gráðu í efstu deildum. Stjórn samþykkti að taka upp sektarákvæði kr. 40.000.- pr. leik í Íslandsmóti frá og með 2026,“ segir í fundargerð KSÍ
„Stjórn fól laga- og leikreglnanefnd ásamt fræðslunefnd að færa ákvæðið í reglugerð sem og skoða viðurlög varðandi brot á öðrum ákvæðum um menntun þjálfara. Ítrekað mikilvægi þess að upplýsa aðildarfélög KSÍ sem fyrst um þetta sektarákvæði.“
Í gegnum árin hafa félög oftar en ekki tekið inn þjálfara sem hafa ekki öll réttindi en nú verður sektað fyrir slíkt.