Það er mikill áhugi á Julian Alvarez á Spáni og samkvæmt nýjustu fréttum sýnir Real Madrid honum nú áhuga.
Í gær var greint frá því að Barcelona væri að fylgjast með leikmanninum en erkifjendur hans skoða hann einnig.
Alvarez er á öðru tímabili sínu hjá City og hefur verið frábær það sem af er leiktíð. Er hann með sex mörk og fimm stoðsendingar í 13 leikjum og orðinn lykilmaður í liði Pep Guardiola.
Samningur Alvarez gildir til 2028 og það bendir ekkert til þess að City myndi selja hann.
Real Madrid heillar þó alltaf en það er ólíklegra að Börsungar hafi efni á honum.