Newcastle United er að skoða það að fá þrjá leikmenn frá Chelsea í janúarglugganum.
Það er Telegraph sem greinir frá en Newcastle er í harðri Meistaradeildarbaráttu en það sama má ekki segja um Chelsea.
Chelsea hefur verið í mikilli lægð á tímabilinu en er að styrkja sig og fékk Mykhailo Mudryk frá Shakhtar fyrr í janúar.
Samkvæmt Telegraph vill Newcastle fá Conor Gallagher, Ruben Loftus-Cheek og Hakim Ziyech í sínar raðir.
Loftus-Cheek og Gallagher leika báðir sem miðjumenn en Ziyech er landsliðsmaður Marokkó og leikur á vængnum.
Það er nóg til hjá Newcastle sem eignaðist nýja eigendur í fyrra og vill félagið setja alvöru kraft í að ná Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil.