Ofurtölvan geðuga hefur stokkað spilastokkinn sinn eftir komandi helgi í enska boltanum. Ofurtölvan telur að Manchester City muni ekki ná Arsenal sem situr á toppi deildarinnar.
Ofurtölvan telur að Arsenal muni hafa nokkra yfirburði líkt og liðið hefur í dag.
Ofurtölvan telur að Liverpool endi í sjöunda sæti deildarinnar sem væri gríðarlegt áfall fyrir Jurgen Klopp og hans sveina. Níunda sætið væri svo skandall í sögu Chelsea í seinni tíð.
Ofurtölvan telur að Wolves, Everton og Bournemouth falli úr deildinni.