fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

,,Ekki nota mitt nafn til að ráðast á Cristiano Ronaldo“

Victor Pálsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 18:20

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, segir fjölmiðlum að hætta að reyna að fá hann til að tala illa um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann liðsins.

Fernandes er reglulega spurður út í Ronaldo sem lék með Man Utd í byrjun tímabils en hefur nú kvatt og er í Sádí Arabíu.

Ronaldo fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan fyrr í vetur og lét stór og ekki góð orð falla í garð félagsins.

Fernandes þekkir Ronaldo vel enda eru þeir samherjar í portúgalska landsliðinu en hann vill ekki segja neitt slæmt um félaga sinn við fjölmiðla.

,,Ég veit að það er erfitt að sjá Manchester United gera vel en ég hef ekkert að segja fréttunum fyrir utan góðu hlutina,“ sagði Fernandes.

,,Ekki nota mitt nafn til að ráðast á Cristiano. Cristiano var hluti af okkar leikmannahóp hálft tímabilið.“

,,Ég hef sagt það í mörgum viðtölum að alveg síðan við spiluðum við Liverpool höfum við staðið saman sem lið og það er hægt að sjá það á úrslitunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Í gær

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Í gær

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu