Manchester City er betra lið án framherjans Erling Haaland að sögn Dietmar Hamann, fyrrum leikmanns Liverpool.
Hamann sagði þetta eftir leik Man City við Manchester United í gær en það síðarnefnda vann 2-1 sigur.
Haaland átti alls ekki góðan leik og snerti boltann aðeins 19 sinnum og þá þrisvar í vítateig andstæðingsins.
,,Man City var betra lið án Haaland, jafnvel þó hann skori 40 mörk á tímabilinu,“ sagði Hamann.
Haaland hefur raðað inn mörkum á tímabilinu en á mögulega eftir að sanna sig í stærri leikjum liðsins.