Southampton sló Manchester City ansi óvænt úr leik í enska deildabikarnum í gær.
Leikurinn var liður í 8-liða úrslitum og Dýrlingarnir því komnir í undanúrslit.
Mörk liðsins í gær gerðu þeir Sekou Mara og Moussa Djenepo.
Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður fyrir City í gær en fékk kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum Southampton.
„Þú ert bara léleg útgáfa af Rickie Lambert,“ sungu þeir.
Lampert er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu sem lék með Southampton frá 2009 til 2014.
Þaðan fór hann til Liverpool, þar sem lítið gekk upp hjá framherjanum.
Southampton mætir Newcastle í undanúrslitum. Þar er leikið heima og að heiman.