Fulham 2 – 1 Chelsea
1-0 Willian(’25)
1-1 Kalidou Koulibaly(’47)
2-1 Carlos Vinicius(’73)
Joao Felix byrjar ekki vel með sínu nýja félagi Chelsea en hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld.
Felix kom nýlega til Chelsea á láni frá Atletico Madrid og fékk að líta rautt spjald í síðari hálfleiknujm.
Kalidou Koulibaly hafði stuttu áður jafnað metin fyrir Chelsea en Willian kom Fulham yfir í fyrri hálfleik.
Willian var að mæta sínum gömlu félögum en hann hefur verið frábær fyrir Fulham í vetur sem er í baráttu í efri hluta deildarinnar.
Fulham tókst að nýta sér liðsmuninn á 73. mínútu er Carlos Vinicius kom boltanum í netið til að tryggja 2-1 heimasigur.