Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
Cristiano Ronaldo var þar til umræðu. Hann er líklega á leið til Al-Nassr í Sádi-Arabíu og myndi þar verða launahæsti íþróttamaður heims.
„Ég get skilið hann mætavel, að detta á 38. aldursár, að verða launahæsti íþróttamaður í heimi. Það er einhver egótaug sem honum finnst gaman að kitla. Eins og við sáum í vikunni þegar hann reyndi að ræna marki af liðsfélaga sínum þá er honum nákvæmlega sama um allt nema sjálfan sig,“ segir Hörður og vitnar í atvik þar sem Ronaldo reyndi að eigna sér mark Bruno Fernandes í leik Portúgala á HM í Katar.
„Ef hann gæti fengið fjóra milljarða að láni gæti hann staðgreitt landsspítalann,“ segir Hörður og bendir á hvað Ronaldo gæti gert fyrir peninginn.
„Hann er alltaf að pæla í metum. Hann vantar ekkert,“ segir Helgi.
„Ég held að það hjálpi honum að Lionel Messi ætli að taka ekki ósvipað skref til Bandaríkjanna,“ segir Hörður að lokum.