fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Mbappe sagður hafa tekið lokaákvörðun – Forsetinn flytur sorgartíðindi

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2022 13:15

Kylian Mbappe / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú virðist stefna í það að Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, muni skrifa undir nýjan samning. Íþróttablaðamaðurinn Gianluca Di Marzio segir engan vafa liggja þar á.

Þar til í gær var útlit fyrir að Mbappe færi til Real Madrid. Þá bauð PSG honum rosalegan samning.

Samkvæmt fréttum bauð félagið Mbappe að þéna 4 milljónir punda á mánuði og að auki fær hann 100 milljónir punda fyrir að skrifa undir nýjan samning.

661 milljón í mánaðarlaun gerir Mbappe að launahæsta íþrottamanni í heimi og 16 milljarðar fyrir það eitt að skrifa undir nýjan samning.

Að auki kemur fram í fréttum að PSG hafi boðið Mbappe að stjórna í raun öllu sem skiptir máli hjá félaginu.

Þar segir að Mbappe fái að ráða hvort þjálfari verði rekinn eða ekki og hvaða leikmenn félagið kaupir eða selur. Hann fái að vera með í ráðum um allt sem skiptir máli.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er þá sagður hafa tilkynnt leikmönnum félagsins að Mbappe sé ekki á leiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Antony yfirgefur United í dag

Antony yfirgefur United í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“